Vorferðin

Nú þarf að skipuleggja vorferðina. Okkur datt í hug að fara til Hollands. Einn möguleiki er Elleven cities Tour by Motorhome. Þá er ferðast um Frísland, sem er þriðja stærsta fylki (province) Hollands og liggur við Vaðhafið. Stór hluti Fríslands er undir sjávarmáli.

Þarna má finna fullt af hjólaleiðum, sjá t.d. https://www.komoot.com/guide/25006/cycling-in-friesland

En það eru rúmir 400 km á milli Luxembourg og Leeuwarden og kannski betra að finna eitthvað sem er nær. Holland Cycling Routes er með ótal leiðir. Limburg fylki er rétt fyrir norðan Luxembourg og einnig stutt til Noord-Brabant. Þar er t.d. hægt að fara Van Gogh cycle route.