Victron Connected!

Við settum sólarsellu á bílinn fyrir nokkru síðan, en það átti eftir að tengja hana. Við Steingrímur réðumst í það verkefni. Rafhlaðan sem við ætluðum að tengja selluna við átti að vera undir bílstjórasætinu. Við tókum sætið úr bílnum, en undir því var ekkert batterí. Við fundum út úr því og núna hleður sellan inn á geyminn. Það er auðvelt að fylgjast með framleiðslunni í appi, allt virkar hjá Victron. Settum líka upp spennubreyti til að hafa alltaf 240 V rafmagn í bílnum.