Valkenburg aan de Geul

Keyrðum suður til Valkenburg. Mjög gott veður í allan dag og alveg sérstaklega gaman að ganga um þennan bæ. Keyptum bækling og fórum í self-guided tour. Borðuðum þarna, fórum að minnsta kosti tvisvar á kaffihús og MH keypti sér föt. Mjög flotta fólk um allan bæ, eins og þessar nunnur sem MH heldur um herðarnar á. Þarna er mikil saga. Mér fannst gaman að lesa um þetta stóra hús. Þarna voru nasistar með uppeldisbúðir. Bandaríkjamenn breyttu því í herspítala, en 12,000 hermenn bandamanna dóu á upptökusvæði þess undir lok seinna stríðs. Svo var því breytt í endurhæfingarbúiðir fyrir hollendinga sem höfðu ekki haft réttar skoðanir – þeir voru látnir moka í kolanámum í nágrenninu. Húsin eru í algjörri niðurnýðslu, en nú er greinilega verið að bæta úr því, setja ný þök og glugga. Verðum hérna í nótt og keyrum til Lux á morgun.