Traben Trarback

Enn á ný erum við í húsbílaferð. Keyrðum frá Luxemburg til Traben Trarback við ána Mosel í Þýskalandi þar sem við hittum Jón Hall og Guðríði. Í gær fórum við á kunnuglegar slóðir í Bernkastel-Kues, sem er næsti bær. Í dag skoðuðum við turn sem heitir Prinzen kopf nálægan kastala. Það bar helst til tíðinda þar að bílstjórinn og aðstoðarbílstjórinn sáu hringlótt umferðarskilti, hvítt í miðju og með rauðum hring. Þær komust að þeirri niðurstöðu að skiltið væri gallað, það hefði flagnað af því eða eitthvað þaðan af verra. Athugasemdir aftursætisbílstjórana hrukku af þeim eins og vatn af gæs. Upphófst þá mikil spenna þar sem við þræddum mjóan stíg sem lá nokkra kílómetra utan í brattri fjallshlíð. En við þetta sparaðist þónokkur gangur og hlaust ekki tjón af. Við komumst aftur inn á þjóðveg og héltum för okkar til Mörsdorf til að skoða hengibrú sem heitir Hängeseilbrücke Geierlay á máli innfæddra. Gengum yfir hana og til baka. Veður var ágætt og við vorum sæl og svöng þegar við komum niður í húsbíl þar sem við hittum Kristrúnu Maríu, Steingrím Pál, Kötlu og Björn Borðuðum með þeim pizzu og fengum heimabakaða köku í eftirmat.