Sunnudagur í Planica

Gígja og Kristrún kepptu í undanrásum fyrir liðaspretti. Kristrún átti hörku göngu, en það gekk ekki eins vel hjá Gígju í dag. Úrslit voru eins og búast mátti við: Noregur vann karlaflokkinn og Svíþjóð kvenna. Það var kallt á áhorfendabekkjunum og fórum við gömlu og fengum okkur steik, eftirmat og kaffi að aflokinni keppni. Erum núna að dunda okkur í Fjallabensa. Á morgun er æfingadagur, bæði hjá okkur og keppendum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *