Sólarrafhlaða

Steingrímur Páll og ég eru búnir að setja sólarrafhlöðu á þakið á Fjallabensa. Eigum bara eftir að koma kaplinum síðasta spölinn og tengja hann við SmartSolar MPPT box og loks í rafgeyminn. Til þess þurfum við að taka bílstjórasætið út. Getum svo tengst við boxið með Bluetooth og séð hvað sellan hleður miklu inn á rafgeyminn. Ætlum svo seinna að setja transformer sem breytir 12V í 240. Þá getum við hlaðið tölvurnar og verðum miklu meira sjálfbjarga.