Rafmagn í Fjallabensa

Það er nauðsynlegt að hafa smá innsýn í rafkerfi húsbílsins. Rafmagn er fengið á þrennan hátt:

1. Úr rafgeyminum sem er í skottinu til lýsingar, til að drífa vatnsdæluna og fyrir USB-A tengil sem er í köjunni hægra megin. Það er einnig notað rafmagn af geyminum fyrir ískápinn þegar skrúfað er fyrir gasið og bíllinn er í gangi (best að setja ískápinn á AUTO, en þá velur hann besta orkugjafann). Hústenglar með 230 voltum virka EKKI nema bíllinn sé í sambandi við rafmagn.

2. Þegar bílnum er stungið í samband er það rafmagn notað til að hlaða inn á rafgeyminn og til að gefa rafmagn í venjulega tengla með 230 Voltum (í koju hægra megin, við hægri hlið sjónvarpsins, við dyrnar og við fótlegginn þegar setið er á bekknum) og er óhætt að setja ofn í samband í þeim. Ofninn tekur 1500 W, en hleðslutæki fartölvu tekur aðeins 65 W.

3. Auk þess sem að ofan segir er sérstakur tengill við hliðina á hústenglinum sem síðast var nefndur. Hann er með 230 volta tengil sem nota má til að hlaða SÍMA og TÖLVUR, en EKKI til að tengja stærri raftæki eða ofna sem þurfa mikinn straum. Hann hefur líka tvö USB-A port. Þessi sérstaki tengill fær rafmagn frá straumbreyti sem er við hliðina á rafgeyminum í skottinu; tekur úr honum 12 Volta straum og breytir spennunni í 230 Volt. Það er rofi til að kveikja á straumbreytinum (ON / OFF / ECO) og er best að hafa hann á ECO. Rafgeymirinn getur hlaðist á þrjá vegu, frá alternator bílsins þegar hann er í gangi, frá húsrafmagni þegar bíllinn er í sambandi, og frá sólarsellunum á toppi bílsins þegar sólin skín.

Auk þessa eru þrír USB-C tenglar frammi í bílnum sem virka þegar hann er í gangi. AÐEINS EINN þeirra virkar fyrir Apple CarPlay – hann er í geymsluboxinu vinstra megin.