20.02 Bílferðin hófst 20. febrúar í Luxemburgh. Keyrðum þaðan sem leið lá framhjá Karlsruhe, Stuttgart, Ulm og Munich áður en við lögðum á trukkastæði og sváfum til næsta morguns.
21.02 Næsta dag héldum við áfram í gegnum Salzburg og fundum hótelið sem Íslenska liðið gistir á, í Faak am See í Austuríki. Héldum þaðan yfir til Sloveniu og villtumst á leiðinni. Þurftum Vignette í bæði Austurríki og Sloveniu. Byrjuðum á að skoða skíðasvæðið í Planica og fundum náttstað á fínu tjaldstæði með rafmagni, Spik Camping.
22.02 Gígja keppti svo í undankeppni HMA 22. febrúar og að vonum var mikil spenna í loftinu. Hún datt í fyrstu brekku og var 19. eftir 900 metra. Við vissum ekki hvað gekk á, en svo klifraði hún jafnt og þétt upp listann og endaði 3ja eftir glæsilega 5 km göngu. Þetta var rosalega gaman og ég tók fullt af myndum. Ein er hér fyrir neðan. Við Margrét Hrönn fórum út að borða um kvöldið
23.02 Daginn eftir fórum við og horfðum á Kristrúnu og Dag keppa í sprettgöngu. Dagur var fingurbrotinn og átti ekki sinn besta dag í brautinni. Kristrún stóð sig ágætlega, en komst ekki í milliriðil. Ég eldaði pasta um kvöldið og gaf frúnni hvítvín.
24.02 Um morguninn fórum við á skíði í Planica og gengum 10 km að landamærum Ítalíu og Slóveníu. Seinnipartinn var 30 km skiftiganga karla sem var æsispennandi. Simen vann, Johannes annar og Sjur þriðji.
25.02 Héldum til Lake Bled og skoðuðum okkur um í fínu veðri. Sáum m.a. kastala. Borðuðum í bílnum og keyrðum svo í rúman hálftíma til Ljubljana. Þar reyndum við að finna stæði niðri í miðbæ, en fundum ekkert og lentum næstum í vandræðum. Ætluðum bara til baka, en fundum svo stæði í Tivoli og gengum smá spotta niður í bæ. Skoðuðum Triple bridge og Dragon bridge. Fórum á flott kaffi hús en rifum ekki niður gardínurnar. Á leiðinni heim stoppuðum við hjá landsliðinu og borðuðum með þeim og áttum skemmtilegt spjall. Keyrðum svo yfir til Spik í mígandi ringingu. Leiðin á milli Faak am See og Planica liggur yfir fjall og ansi bratt báðum megin, en Fjallabensi á ekki í neinum varndræðum með 18% brekkur.