Chamonix-Mont-Blanc

Komum til Chamonix í gærkvöldi og byrjuðum daginn á að fara með kláf upp í 2840 metra hæð. Björn og Katla stóðu sig með prýði, en miðasölukonan reyndi að telja okkur ofan af því að taka Björn með. Börn fá oft hlustarverk á leiðinni niður, sérstaklega þegar þau eru kvefuð og kokhlustin virkar ekki vel. Björn er búinn að vera kvefaður, en hann virtist ekki finna fyrir neinu. Þetta var mikil upplifun. Það var 10 stiga frost uppi og napurt, en í raun fínasta verður og við gátum vart verið heppnari. Mont Blanc var samt í skýjum eða þoku, en við sáum mjög víða og vorum alsæl með ferðina. Set inn myndir við næsta tækifæri. Þegar niður kom fengum við okkur í gogginn og skoðuðum okkur svo um í Chamonix í frábæru haustveðri. Á morgun ætlum við að taka lest eitthvað upp dalinn og fara í gönguferð. Veðurspá er góð fyrir morgundaginn, en eitthvað síðri þegar líður á vikuna. Við reiknum með að gista hér í fjórar nætur í viðbót.