Mer de Glase

Aftur gott veður í dag. Tókum lestina upp til Mer du Glase. Alveg rosalega fallegt. Við Margrét Hrönn gengum upp í um klukkutíma og sáum vel yfir. Helen skólasystir Kristrúnar Maríu úr MA var þarna með fjölskyldu sína. Börnin smullu saman og allir áttu góðan dag. Borðuðum á fínum veitingastað, ég fékk mér lambaskanka sem var alveg afbrag. Enduðum á ís og súkkulaði heima í kofa. Á myndinni uppi til hægri er Mont Blanc undir kvöld. Sólin hverfur snemma niðri í þessum þrönga dal.