Þá erum við komin til Luxembourg eftir skemmtilega ferð til Planica í Slóveníu. Það stóð til að taka mikið af myndum, en því miður kom í ljós að skjárinn á myndavélinni er ónýtur. Það þarf að nota skjáinn þegar maður stillir white balance, en það var sem sagt ekki hægt og myndirnar eftir því. Hér eru 2 myndir úr göngunni í fyrradag þar sem Gígja var í 67. sæti. Það er talsverð bæting frá síðasta HM og nú er bara að bíða eftir næsta HM sem verður í Þrándheimi eftir tvö ár.