Þá erum við aftur komin á Fjallabensa. Fórum til Belgíu og Frakklands. Gistum í nótt í Port a Diseur (a-ið með kommu afturábak). Hér er fínt tjaldstæði alveg á bakka ánnar Meuse. Veit ekki hvað hún heitir á Íslensku. Í morgun fórum við á ávaxta- og grænmetismarkað og keyptum aspas, lauk, baunir, tómata, sveppi, jarðarber, brómber og ég veit ekki hvað. Bestur var samt osturinn, Le Gruyere (fyrra e-ið með kommu afturábak). Alveg rosalega sætur og góður. Svo vorum við með hausinn ofan í tölvunum tímunum saman og tókum bæði vinnufund. Svínvirkar allt saman.