Nú er Bensi aftur kominn á kreik. Við lögðum af af stað frá Luxembourg 26.07 og ókum sem leið lá suðir til Dijon í Frakklandi. Gistum þar á fínu tjaldstæði rétt utan við bæinn. Næsta morgun var oppholdsvær, eins og norðmenn segja. Við keyptum okkur self-guided tour um borgina. Það reyndist hin besta hugmynd. Borgin er mjög falleg og gaman að ganga þar um. Keyptu eina tvo birni, báðir eftirmynd L’Ours blanc sem Pompon hannaði. Okkur langaði auðvitað í þann stærsta, en hann var of þungur. Sjá François Pompon | Polar Bear | The Metropolitan Museum of Art (metmuseum.org)
Upp úr hádegi komu Kristrún María og Steingrímur með Kötlu og Björn. Þau höfðu keyrt í einum spreng frá Itzig. Við héldum svo áfram til Chamonix og hluti af leiðinni lá í gegnum Sviss. Mjög flott að keyra yfir fjöllin. Komum svo til Chamonix í myrkri og hittum aftur Kristrúnu og co sem voru búin að koma sér fyrir í flottum fjallakofa. Meira um Chamonix í næstu færslu og reyni líka að setja inn myndir.