Bessel í blauta Hollandi

Núna erum við í Bessel í Hollandi. Hér er brakandi þurrkur og ekki veitir af því öll tún og engi eru gegnsósa, enda rétt ofan við skurðarmál – ef það orð er nú til. Þetta á allt eftir að fara á kaf einn daginn. En það er ágætt að vera hérna. Tvær gamlar vindmillur í nágrenninu og nóg af kirkjum og kapelum. Hjóluðum rúma 50 kílómetra i dag og borðuðum ís með nunnum. Erum bara ánægð með okkur, en gleymdum að taka myndir. Við erum við ána Maas og á morgun keyrum við aðeins sunnar, nær Maastrict þar sem við hittum Kristrúnu Maríu og co. Ætlum kannski að skoða borgina og vonandi hjóla eitthvað um.